Þórður Már Jóhannesson, einn stærsti hluthafi og fyrrum stjórnarformaður Festi, var með þrumuræðu á aðalfundi félagsins í morgun. Hann gagnrýndi harðlega vinnubrögð Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Brú lífeyrissjóðs, tvo af fjórum stærstu hluthöfum Festi fyrir umfjöllun um framboð sitt á opinberum vettvangi.

„Eftir að hafa starfað á þessum markaði í tæp 30 ár hef ég aldrei orðið vitni af öðrum eins vinnubrögðum og beinni íhlutun stofnanafjárfesta eins og í aðdraganda stjórnarkjörs Festi í dag,“ sagði Þórður Már.

„Hluthafafundur eins og þessi er einmitt staðurinn til þess að ræða málin frekar en þess frekar kjósa þessir fulltrúar þessa opinbera lífeyrissjóða, sem eru lífeyrissjóðir sveitarfélaga og ríkisins, að fara beint í manninn á síðum slúðurblaða og slúðurmiðla.“

Þórður Már, sem sat í stjórn Festi á árunum 2018-2022, var einn af sjö frambjóðendum til stjórnar félagsins. Hann dró hins vegar framboð sitt til baka rétt fyrir kjörið sjálft eftir að hafa mætt upp í pontu til að ræða um íhlutun lífeyrissjóða og aðkomu einkafjárfesta að félaginu undanfarinn áratug.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði