Gjald­heimta af öku­tækjum mun taka tölu­verðum breytingum um ára­mótin verði frum­varp um kíló­metra­gjald vegna notkunar öku­tækja að lögum í haust líkt og stefnt er að. Með lögunum kemur kíló­metra­gjald í stað olíu- og bensín­gjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarð­efna­elds­neyti en slík gjöld verða felld brott.

Hag­fræðingar eru flestir sam­mála um að á­formin gætu haft á­hrif á vísi­tölu neyslu­verðs þar sem elds­neytis­verð mun lækka veru­lega en að öllum líkindum mun kíló­metra­gjaldið ekki leiða til hækkunar þar sem það er ekki eyrna­merkt vega­fram­kvæmdum.

Gjald­heimta af öku­tækjum mun taka tölu­verðum breytingum um ára­mótin verði frum­varp um kíló­metra­gjald vegna notkunar öku­tækja að lögum í haust líkt og stefnt er að. Með lögunum kemur kíló­metra­gjald í stað olíu- og bensín­gjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarð­efna­elds­neyti en slík gjöld verða felld brott.

Hag­fræðingar eru flestir sam­mála um að á­formin gætu haft á­hrif á vísi­tölu neyslu­verðs þar sem elds­neytis­verð mun lækka veru­lega en að öllum líkindum mun kíló­metra­gjaldið ekki leiða til hækkunar þar sem það er ekki eyrna­merkt vega­fram­kvæmdum.

Þórarinn G. Péturs­son, aðal­hag­fræðingur Seðla­bankans, sagði þó á blaða­manna­fundi peninga­stefnu­nefndar í gær að nefndin telji að gjaldið muni ekki hafa veru­leg á­hrif á vísi­töluna þar sem gjöld muni hækka á móti. Hann sagði þó út­færslu ríkis­stjórnarinnar á gjaldinu og hvernig Hag­stofan muni reikna það skipta máli í því sam­hengi.

Í á­formum ríkis­stjórnarinnar sem birt voru í sam­ráðs­gátt í sumar er gert ráð fyrir að kol­efnis­gjald verði hækkað á móti kíló­metra­gjaldinu „til að við­halda hvata til orku­skipta.“

Á­form ríkis­stjórnarinnar gera ráð fyrir að tekjur af öku­tækjum og elds­neyti eftir breytinguna verði 1,5% af vergri lands­fram­leiðslu á árinu 2025 og 1,7% af VLF árið 2027.

Sam­kvæmt út­reikningum greiningar­deildar Arion banka er hins vegar ljóst að ef ríkið ætlar sér að ná þessum mark­miðum þarf kol­efnis­gjaldið að öllum líkindum að þre­faldast.

Á­skrif­endur geta lesið um­fjöllun Við­skipta­blaðsins hér en þar er meðal annars farið yfir út­reikninga greiningar­deildar Arion banka um hvernig gjöld þurfa að hækka svo á­form ríkis­stjórnarinnar gangi eftir.