Startup SuperNova hélt kynningu í gær á þeim sprotum sem voru valdir í viðskiptahraðalinn, sem haldinn er af Klak - Icelandic Startups, á fjórðu hæð í Grósku.

Teymin í ár eru fjölbreytt en eiga það flest sameiginlegt að nýta tækni, gervigreind og hugbúnaðarlausnir til að sinna ýmsum nýjum verkefnum.

Startup SuperNova hélt kynningu í gær á þeim sprotum sem voru valdir í viðskiptahraðalinn, sem haldinn er af Klak - Icelandic Startups, á fjórðu hæð í Grósku.

Teymin í ár eru fjölbreytt en eiga það flest sameiginlegt að nýta tækni, gervigreind og hugbúnaðarlausnir til að sinna ýmsum nýjum verkefnum.

Eitt þeirra fyrirtækja er FairGame, sem er hugbúnaður fyrir íþróttamót barna og unglinga. FairGame notar þá gervigreind til að mæla og finna raunverulega styrkleika liðanna svo að börnin fái sanngjarnar áskoranir.

Þá eru einnig fyrirtæki eins og Thorexa, sem hannar hugbúnað sem auðveldar svörun tölvupósta með hjálp gervigreindar sem lærir inn á ritstíl hvers og eins. Lausnin miðar að því að stytta tímann sem fer í að svara tölvupóstum og bæta starfsánægju.

Þar að auki eru sprotar eins og VibEvent en þeir sameina alla þátttakendur tónlistarviðburða á samfélagsdrifnum vettvangi og tengja saman tónlistarfólk, áheyrendur og skipuleggjendur.

„Það er alveg ljóst að það er ekki skortur á góðum hugmyndum þarna úti á miðað við fjölda umsókna sem við fengum inn í hraðalinn. Það er því virkilega skemmtilegt að geta gefið þessum tíu flottu sprotafyrirtækjum sem komust að tækifæri á að taka sínar hugmyndir lengra í gegnum Startup SuperNova“ segir Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson, markaðsstjóri Nova.