Bílaframleiðsla á Bretlandseyjum dróst saman í síðasta mánuði og er það tólfti mánuðurinn í röð sem það gerist. Samkvæmt WSJ segir iðnaðurinn að minnkandi eftirspurn og endurskipulagning verksmiðja spili stóran þátt í þróuninni.
Bresku bílaframleiðendasamtökin SMMT, eða Society of Motor Manufacturers and Traders, segja að 82.178 bílar hafi verið framleiddir í febrúar miðað við 92.965 á sama tíma í fyrra.
Þá segir að 27.398 rafbílar hafi verið framleiddir en það er jafnframt 5,6% lækkun miðað við árið á undan.
Alls voru 18.401 bílar framleiddir fyrir breska markaðinn en það samsvarar 22% samdrætti milli ára. SMMT bætti við að 63.777 bílar hafi verið fluttir úr landi en það er 8% lækkun miðað við febrúar 2024.