Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hækkaði um 0,21% í fyrstu við­skiptum í morgun eftir að greint var frá stjórnar­slitum í gær.

Af 787 milljón króna veltu í kaup­höllinni rétt eftir opnun var 736 milljóna velta með banka­bréf.

Hluta­bréfa­verð Ís­lands­banka leiðir hækkanir er gengi bankans rauk upp um 4% í fyrstu við­skiptum.

Hluta­bréf í Ís­lands­banka hafa nú hækkað um tæp 18% síðast­liðinn mánuð og stendur gengið í 117,5 krónum þegar þetta er skrifað.

Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hækkaði um 0,21% í fyrstu við­skiptum í morgun eftir að greint var frá stjórnar­slitum í gær.

Af 787 milljón króna veltu í kaup­höllinni rétt eftir opnun var 736 milljóna velta með banka­bréf.

Hluta­bréfa­verð Ís­lands­banka leiðir hækkanir er gengi bankans rauk upp um 4% í fyrstu við­skiptum.

Hluta­bréf í Ís­lands­banka hafa nú hækkað um tæp 18% síðast­liðinn mánuð og stendur gengið í 117,5 krónum þegar þetta er skrifað.

Um hálfs milljarðs króna utan­þings­við­skipti með bréf Arion banka voru til­kynnt um níu­leytið í morgun. Um svipað leyti var til­kynnt um tæp­lega 200 milljón króna við­skipti með bréf Kviku banka.

Hluta­bréfa­verð bankanna hefur verið á á­gætu skriði síðast­liðinn mánuð og hefur gengi Arion banka hækkað um rúm 16% og gengi Kviku banka um rúm 13%.

Gengi Icelandair lækkaði um 2,5% í fyrstu við­skiptum og stendur í 1,17 krónum um þessar mundir.

Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech byrjaði daginn einnig á lækkunum og stendur í 1.690 krónum eftir tæp­lega 2% lækkun.