Heildartekjur vegna Ed Sheeran tónleikanna sem fara fram hér á landi um helgina nema um einum milljarði króna. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu. Tónleikarnir fara fram á Laugardalsvelli og von er á miklum fjölda fólks.
Morgunblaðið áætlar að um 50 þúsund miðar seljist á tónleikana, þar af 35 þúsund miðanna í standandi svæði og 15 þúsund í sæti. Verð á standandi svæði er 15.990 krónur og miðar í sæti kosta á milli 19.990 krónur og 29.990 krónur. Út frá því megi áætla að heildartekjur af miðasölu séu 900 milljónir króna.
Auk þess sér fyrirtækið Par 3, um söluna á veitingum og ýmsum varningi fyrir hönd listamannsins sem Morgunblaðið áætlar að muni nema um 100 milljónum króna.