Hinn nýi borgarstjóri Lundúna, Boris Johnson, hefur ákveðið að leggja niður borgarmálgagnið „Londoner“ og verja fénu sem sparast til að planta trjám í fátæklegum íbúðarhverfum í London. Áætlað er að féð sem sparast nemi um þremur milljónum sterlingspunda, og er stefnt á gróðursetningu um tíu þúsund trjá fyrir árið 2012, eftir því sem Guardian hefur eftir fréttatilkynningu frá Lundúnaborg.

Í tilkynningunni er málgagnið Londoner sagt hafa verið „einkadagblað“ borgarstjórans fyrrverandi sem keppti um embættið við Johnson, Ken Livingstone.