Tröll ferðaþjónustusamstæðan hóf nýlega hótelrekstur en Tröllahótel fjárfesti í gistihúsum á Suðurlandi fyrir tæplega milljarð króna.

Ingólfur Ragnar Axelsson, framkvæmdastjóri og eigandi Tröll ferðaþjónustu, segir Ingólfur að erfitt hafi reynst að tryggja nægilega mörg herbergi á álagstímum en þessi fjárfesting sé til þess að tryggja framboð á þeirra vörum, svo sem lengri skoðunarferðum, allt árið um kring.

„Reynslan af því að reka Tröll nýtist við rekstur á hóteli, þá eru mikil samlegðaráhrif af stoðdeildum t.d. markaðssetning, bókhald og þjónustudeild.“

„Ferðaþjónusta er burðarás í hagkerfinu og virðist greinin vera mun öflugri núna en fyrir COVID. Uppbygging innviða og meiri samvinna hagsmunaaðila mun skipta sköpum með framhaldið,“ segir Ingólfur spurður um stöðu ferðaþjónustunnar.

Þó séu ákveðnar hindranir til staðar sem leysa þurfi úr. Hvað framtíðina varðar kveðst Ingólfur vongóður um að áherslan verði á aukin gæði en ekki bara aukinn fjölda ferðamanna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.