Donald Trump Bandaríkjaforseti segist áforma að leggja á 50% viðbótartolla á Kína frá og með næsta miðvikudag ef kínversk stjórnvöld draga ekki til baka hækkun á hefndartollum sínum á Bandaríkin.
Stjórnvöld í Kína, næst stærsta hagkerfi heims á eftir Bandaríkjunum, sögðu í síðustu viku að þau myndu svara tollum Bandaríkjanna með 34% viðbótartollum á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum frá og með næsta fimmtudegi.
Trump sagði í færslu á samfélagsmiðlum í dag að bandarísk stjórnvöld muni slíta öllum samskiptum um fundarhöld. Viðræður við önnur ríki, sem hafi óskað eftir fundum, muni hins vegar hefjast samstundis.