Donald Trump og helstu ráðgjafar hans eru að ganga frá um 100 for­seta­til­skipunum sem hann hyggst undir­rita á fyrstu dögum sínum í em­bætti, sem hefst í dag.

Nýkjörni for­setinn ætlar sér að flýta fyrir inn­leiðingu á stefnu sinni.

Fyrstu skref Trumps, sem hefur heitið því að vera „ein­valdur“ á fyrsta degi annars kjörtíma­bils síns, munu fela í sér að hefta för inn­flytj­enda inn í landið, hækka tolla og draga úr reglu­verki í ýmsum geirum, allt frá orku til raf­mynta.

„Ég mun bregðast við af sögu­legum hraða og krafti til að leysa öll vanda­mál sem þjóð okkar stendur frammi fyrir,“ sagði Trump á fjölda­fundi í Was­hington á sunnu­dag en Financial Times greinir frá.

Trump og teymi hans hyggjast endur­stilla stefnu Bandaríkjanna tafar­laust og byrja að efna lof­orðin sem hann gaf kjó­sendum í kosninga­baráttunni, þar sem hann hét því að vinda ofan af stefnu Joe Bidens.

„Mark­miðið er að valda losti og undrun svo and­stæðingar þeirra missi áttir,“ segir Stephen Myrow, sem starfar hjá ráðgjafa­fyrir­tækinu Beacon Poli­cy Advis­ors og er fyrr­verandi em­bættis­maður í stjórn Geor­ge W. Bush.

Trump og lið hans hafa varið fjórum árum í að undir­búa sig fyrir fyrsta daginn og fengið lög­fræðinga til að hanna leiðir til að fram­kvæma stefnur sínar hratt og örugg­lega.

Meðal þeirra er yfir­lýsing um neyðará­stand á suður­landa­mærunum, ráðstöfun al­ríkis­fjár til að hand­taka inn­flytj­endur frá Mexíkó og tak­markanir á hælis­leit. Hann hefur einnig lofað stærstu brott­vísun í sögu Bandaríkjanna.

Á fjölda­fundi í Capi­tal One Arena í Was­hington sagði Trump: „Á morgun klukkan tólf lýkur fjórum löngum árum hnignunar Bandaríkjanna, og við byrjum glænýjan dag styrks, vel­megunar, reisnar og stolts.“