Frumkvöðla- og sprotaverðlaun Viðskiptablaðsins voru afhent í gær samhliða útgáfu tímaritsins Frumkvöðlar. Hönnunarfyrirtækið Tulipop hlaut að þessu sinni sérstaka viðurkenningu sem sprotafyrirtæki ársins en að baki fyrirtækinu standa þær Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.
VB Sjónvarp ræddi við Helgu og Signýju.