Sólþing ehf., fjárfestingarfélag Evu Sóleyjar Guðbjörnsdóttur, fjármálastjóra atNorth, skilaði 346 þúsund króna tapi í fyrra samanborið við 1.844 milljóna hagnað árið áður.

Eva tók við sem fjármálastjóri atNorth árið 2022, en félagið var selt til svissneska fjárfestingafélagsins Parners Group í lok árs 2021 og var metið á um 40 millljarða króna í viðskiptunum.

Sólþing er meðal hluthafa í atNorth og bókfærði um áramótin 1.240 milljóna hlutabréfaeign í óskráðum erlendum félögum. Eigið fé félagsins nam 2,3 milljörðum króna í lok árs.

Sólþing ehf.

2023 2022
Hreinar fjárfestingatekjur -31 1.905
Fjárfestingarverðbréf 1.951 2.189
Eigið fé 2.311 2.311
Afkoma 0 1.845
Lykiltölur í milljónum króna.