Áætlanir stjórnenda kínverska fasteignaþróunarfélagsins Evergrande um endurskipulagningu skulda félagsins eru í uppnámi.

Áætlanir stjórnenda kínverska fasteignaþróunarfélagsins Evergrande um endurskipulagningu skulda félagsins eru í uppnámi.

Í yfirlýsingu frá félaginu um helgina segir að félagið sé ófært um að uppfylla skilyrði vegna útgáfu nýrra skuldabréfa, sem átti að gefa út undir eftirliti kínverska ríkisins. Ástæðan sé sú að nú sé fjármálaeftirlitið að rannsaka dótturfélagið Hengda Real Estate Group vegna meintra brota á upplýsingagjöf til fjárfesta.

Mistakist fjárhagsleg endurskipulagning Evergrande verður félagið endanlega tekið til gjaldþrotaskipta.