Ræstingarfyrirtækið Sólar hagnaðist um 126 milljónir króna í fyrra, samanborið við 66 milljónir árið 2023. Rekstrartekjur námu 4,1 milljarði og jukust um 15% milli ára.

Félagið keypti ræstingarfyrirtækið Mánar í lok árs 2023 en eignarhluturinn var bókfærður á 39 milljónir í árslok 2024. Áhrif af afkomu dótturfélags var neikvæð um 12,5 milljónir. Eigendur eru Ólafur Páll Einarsson og Gunnar Ragnar Einarsson sem fara hvor um sig með 33,3% hlut, Daica Léiené með 28,3% og Þórsteinn Ágústsson með 5% hlut.

Lykiltölur / Sólar ehf.

2024 2023
Rekstrartekjur 4.072 3.537
Eigið fé 455 369
Eignir 1.164 964
Afkoma 126 66
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út 13. ágúst 2025.