Peter Zatko, fyrrverandi öryggismálastjóri samfélagsmiðilsins Twitter og nú uppljóstrari, hefur lagt fram kvörtun til Verðbréfaeftirlitsins og annarra eftirlita í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í grein hjá Wall Street Journal. Um er að ræða möguleg brot á gagnavernd og öryggismálum hjá notendum Twitter.

Gert er ráð fyrir að eftirlitin rannsaki málið sem gæti haft skaðleg pólitísk og lagaleg áhrif á samfélagsmiðilinn. Zatko lagði einnig fram kvörtun til þingmanna í Leyniþjónustunefnd öldungadeildar bandaríska þingsins, sem hétu því að framkvæmda eigin rannsóknir.

Gengi bréfa Twitter lækkaði um 7,4% í gær og stendur í 39,86 dölum á hlut.

Musk vs Twitter

Twitter höfðaði nýlega mál gegn Elon Musk þar sem samfélagsmiðilinn fór fram á að hann virði samkomulag um 44 milljarða kaup hans á félaginu. Twitter lagði fram stefnuna fyrir dómstól í Delaware-ríki í Bandaríkjunum þann 12. júlí.

Musk vildi hætta við kaupin og hélt því fram að Twitter hefði brotið gegn skilmálum kaupsamnings með því að gefa ekki upp nægjanlegar upplýsingar um fjölda gervireikninga á samfélagsmiðlinum.

Musk tjáði sig um uppljóstrunina í gær með mynd af teiknimyndapersónunni Jiminy Cricket úr Disneymyndinni Gosa.

Peter Zatko, fyrrverandi öryggismálastjóri samfélagsmiðilsins Twitter og nú uppljóstrari, hefur lagt fram kvörtun til Verðbréfaeftirlitsins og annarra eftirlita í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í grein hjá Wall Street Journal. Um er að ræða möguleg brot á gagnavernd og öryggismálum hjá notendum Twitter.

Gert er ráð fyrir að eftirlitin rannsaki málið sem gæti haft skaðleg pólitísk og lagaleg áhrif á samfélagsmiðilinn. Zatko lagði einnig fram kvörtun til þingmanna í Leyniþjónustunefnd öldungadeildar bandaríska þingsins, sem hétu því að framkvæmda eigin rannsóknir.

Gengi bréfa Twitter lækkaði um 7,4% í gær og stendur í 39,86 dölum á hlut.

Musk vs Twitter

Twitter höfðaði nýlega mál gegn Elon Musk þar sem samfélagsmiðilinn fór fram á að hann virði samkomulag um 44 milljarða kaup hans á félaginu. Twitter lagði fram stefnuna fyrir dómstól í Delaware-ríki í Bandaríkjunum þann 12. júlí.

Musk vildi hætta við kaupin og hélt því fram að Twitter hefði brotið gegn skilmálum kaupsamnings með því að gefa ekki upp nægjanlegar upplýsingar um fjölda gervireikninga á samfélagsmiðlinum.

Musk tjáði sig um uppljóstrunina í gær með mynd af teiknimyndapersónunni Jiminy Cricket úr Disneymyndinni Gosa.