Mikil röskun varð á New Chitose-flugvellinum í Hokkaido í Japan um helgina eftir að skæri hurfu úr verslun nálægt brottfararhliðunum. Aflýsa þurfti hátt í 36 flugferðum og urðu 201 ferðalangur strandaglópur.

Yfirvöld reyndu að hafa uppi á týndu skærunum sem fundust svo í sömu verslun daginn eftir og staðfestu að þau hefðu verið skærin sem leitað væri að.

Margir ferðamenn á flugvellinum voru að fljúga heim eftir hið árlega Bon-frí í Japan. Þrátt fyrir að skærin hafi ekki fundist fyrr en daginn eftir, á sunnudaginn, þá var ákveðið að byrja að fljúga á laugardagskvöldið.

„Við viðurkennum að þetta átti sér stað vegna ófullnægjandi geymslu- og stjórnunarkerfa í versluninni. Við erum meðvituð um að þetta er líka atvik sem gæti tengst flugráni eða hryðjuverkum og munum enn og aftur vinna að því að tryggja ítarlega stjórnendavitund,“ segir í tilkynningu frá flugvellinum.