Veitingastaðurinn Bara Ölstofa Lýðveldisins í Borgarnesi hefur séð Borgnesingum fyrir skemmtun og gleði frá því að staðurinn opnaði í júní 2021. Síðan þá hefur veitingastaðurinn fært út kvíarnar og tekur jafnframt á móti viðskiptavinum frá nærliggjandi bæjarfélögum.

Bara Borgarnes er í eigu hjónanna Hlyns Þórs Ragnarssonar og Sóleyjar Óskar Sigurgeirsdóttur en þau vonast til að geta stækkað rými hússins við Brákarbraut fyrir komandi haust.

„Við erum bara aðeins að bæta í flóruna og höfum meðal annars fengið úkraínska listakonu til að mála veggina á veitingastaðnum hjá okkur. Einn veggurinn, sem var málaður með blómum fyrir tveimur árum, hefur vakið mikla athygli og er líklega mest myndaði veggur í Borgarnesi.“

Listakonan Lucy Nikishina, sem málaði vegginn, flúði til Íslands eftir að Rússar réðust inn í landið hennar og hefur búið hér síðan í desember 2022. Hún bjó fyrst í Grindavík en flutti síðan til Borgarness í júní 2023 ásamt dóttur sinni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.