Guðný Helga Herbertsdóttir tók við sem forstjóri Vátryggingafélags Íslands í febrúar 2023. Hún hóf upprunalega störf sem markaðsstjóri hjá félaginu árið 2016 en varð skömmu síðar framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og síðan framkvæmdastjóri sölu og þjónustu árið 2022.

Að sögn Guðnýjar Helgu hafði hún þegar hafist handa við ýmsar grundvallabreytingar meðan hún var framkvæmdastjóri sölu og þjónustu og hélt verkefnið áfram þegar hún tók við sem forstjóri.

Guðný Helga Herbertsdóttir tók við sem forstjóri Vátryggingafélags Íslands í febrúar 2023. Hún hóf upprunalega störf sem markaðsstjóri hjá félaginu árið 2016 en varð skömmu síðar framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og síðan framkvæmdastjóri sölu og þjónustu árið 2022.

Að sögn Guðnýjar Helgu hafði hún þegar hafist handa við ýmsar grundvallabreytingar meðan hún var framkvæmdastjóri sölu og þjónustu og hélt verkefnið áfram þegar hún tók við sem forstjóri.

„Við umbyltum í raun öllu sölu- og þjónustustarfi og hvernig við vorum að nálgast það, tókum söluna miklu nær okkur. Við fórum í gegnum miklar gagnagreiningar og fórum í mjög ítarlega stefnumótun sem við sáum um sjálf, nýttum tól í innleiðingu á stefnu sem krefst þess að allir í fyrirtækinu taki þátt,“ segir Guðný Helga.

„Ég held að við séum öll orðin miklu meðvitaðri um grunnreksturinn okkar. Ef þú ætlar að ná árangri þá þarftu fyrst og fremst að þekkja reksturinn þinn og skilja hver er orsök og afleiðing af þeim ákvörðunum sem þú tekur. Ég vil meina að við séum orðin miklu betri í því,“ segir Guðný Helga.

Sökum eðlis trygginga, þar sem iðgjöld eru gefin út til tólf mánaða á ákveðnu verðlagi, eru áhrif breytinga sem gripið var til í byrjun árs 2023 fyrst nú að koma fram.

„Við sáum auðvitað ákveðin teikn á lofti að þetta væri að færast í rétta átt en nú erum við farin að sjá þetta koma betur og skýrar fram. Á fyrri helmingi þessa árs er ríflega 900 milljóna króna viðsnúningur á milli ára i grunnrekstrinum, fyrir utan fjárfestingarnar. Tryggingastarfsemi byggir á tveimur stoðum, vátryggingastarfsemi og fjárfestingum. Þessi viðsnúningur er alfarið í vátryggingastarfseminni og helgast af miklu stefnumiðaðri sókn heldur en við höfum áður verið í, sem og aðhald í rekstri en við höfum lækkað kostnaðarhlutfallið okkar mikið á þessum tíma.“