Fyrir ná­kvæm­lega viku síðan á­kvað japanski seðla­bankinn að hækka vexti um 25 punkta sem hafði tölu­verðar af­leiðingar fyrir fjár­festa vestan­hafs sem höfðu verið að stunda vaxta­munar­við­skipti með jen.

Gríðar­legur sölu­þrýstingur myndaðist á mörkuðum í Asíu á mánu­daginn, sér í lagi í Japan, og féll Nikkei-vísi­talan um 12,4% í við­skiptum dagsins. Fjár­festar voru vissu­lega að losa stöðu­tökur í tengslum við vaxta­munar­við­skipti en á­hætta í kringum fjöl­mörg önnur við­skipti breyttist einnig tölu­vert með vaxta­hækkuninni.

Kazuo Ueda, seðla­banka­stjóri Japans, gaf til kynna á mið­viku­daginn fyrir viku að bankinn væri ó­hræddur við að hækka vexti enn frekar sé þess þörf þrátt fyrir að neysla sé að dragast saman.

Fyrir ná­kvæm­lega viku síðan á­kvað japanski seðla­bankinn að hækka vexti um 25 punkta sem hafði tölu­verðar af­leiðingar fyrir fjár­festa vestan­hafs sem höfðu verið að stunda vaxta­munar­við­skipti með jen.

Gríðar­legur sölu­þrýstingur myndaðist á mörkuðum í Asíu á mánu­daginn, sér í lagi í Japan, og féll Nikkei-vísi­talan um 12,4% í við­skiptum dagsins. Fjár­festar voru vissu­lega að losa stöðu­tökur í tengslum við vaxta­munar­við­skipti en á­hætta í kringum fjöl­mörg önnur við­skipti breyttist einnig tölu­vert með vaxta­hækkuninni.

Kazuo Ueda, seðla­banka­stjóri Japans, gaf til kynna á mið­viku­daginn fyrir viku að bankinn væri ó­hræddur við að hækka vexti enn frekar sé þess þörf þrátt fyrir að neysla sé að dragast saman.

Shinichi Uchida, vara­seðla­banka­stjóri Japans, dró þó í land í dag en sam­kvæmt The Wall Street Journal úti­lokaði hann að vextir yrðu hækkaðir enn frekar á meðan ó­vissa ríkti á mörkuðum.

Shinichi Uchida vara­seðla­banka­stjóri Japans.
Shinichi Uchida vara­seðla­banka­stjóri Japans.

Á fundi með fjár­festum í Norður-Japan í dag sagði Uchida að Japan væri því miður ekki í sömu stöðu og Evrópa og Banda­ríkin þar sem seðla­bankar gætu hækkað vexti snöggt til að ná verð­bólgunni niður.

„Af þeim sökum mun bankinn hækka vexti á meðan fjár­mála- og hluta­bréfa­markaðir eru ó­stöðugir,“ sagði Uchida.

Nikkei vísi­talan hækkaði um 1,2% í við­skiptum í nótt í Asíu sam­hliða því að jenið hélt á­fram að veikjast.

Að sögn Uchida hafa markaðir verið veru­lega ó­stöðugir síðustu daga þrátt fyrir að hluta­bréf séu að ná vopnum sínum eftir gengis­hrunið á mánu­daginn.

„Bankinn er að fylgjast með þessari þróun og á­hrifum hennar á efna­haginn,“ sagði Uchida.