Fyrir nákvæmlega viku síðan ákvað japanski seðlabankinn að hækka vexti um 25 punkta sem hafði töluverðar afleiðingar fyrir fjárfesta vestanhafs sem höfðu verið að stunda vaxtamunarviðskipti með jen.
Gríðarlegur söluþrýstingur myndaðist á mörkuðum í Asíu á mánudaginn, sér í lagi í Japan, og féll Nikkei-vísitalan um 12,4% í viðskiptum dagsins. Fjárfestar voru vissulega að losa stöðutökur í tengslum við vaxtamunarviðskipti en áhætta í kringum fjölmörg önnur viðskipti breyttist einnig töluvert með vaxtahækkuninni.
Kazuo Ueda, seðlabankastjóri Japans, gaf til kynna á miðvikudaginn fyrir viku að bankinn væri óhræddur við að hækka vexti enn frekar sé þess þörf þrátt fyrir að neysla sé að dragast saman.
Fyrir nákvæmlega viku síðan ákvað japanski seðlabankinn að hækka vexti um 25 punkta sem hafði töluverðar afleiðingar fyrir fjárfesta vestanhafs sem höfðu verið að stunda vaxtamunarviðskipti með jen.
Gríðarlegur söluþrýstingur myndaðist á mörkuðum í Asíu á mánudaginn, sér í lagi í Japan, og féll Nikkei-vísitalan um 12,4% í viðskiptum dagsins. Fjárfestar voru vissulega að losa stöðutökur í tengslum við vaxtamunarviðskipti en áhætta í kringum fjölmörg önnur viðskipti breyttist einnig töluvert með vaxtahækkuninni.
Kazuo Ueda, seðlabankastjóri Japans, gaf til kynna á miðvikudaginn fyrir viku að bankinn væri óhræddur við að hækka vexti enn frekar sé þess þörf þrátt fyrir að neysla sé að dragast saman.
Shinichi Uchida, varaseðlabankastjóri Japans, dró þó í land í dag en samkvæmt The Wall Street Journal útilokaði hann að vextir yrðu hækkaðir enn frekar á meðan óvissa ríkti á mörkuðum.
Á fundi með fjárfestum í Norður-Japan í dag sagði Uchida að Japan væri því miður ekki í sömu stöðu og Evrópa og Bandaríkin þar sem seðlabankar gætu hækkað vexti snöggt til að ná verðbólgunni niður.
„Af þeim sökum mun bankinn hækka vexti á meðan fjármála- og hlutabréfamarkaðir eru óstöðugir,“ sagði Uchida.
Nikkei vísitalan hækkaði um 1,2% í viðskiptum í nótt í Asíu samhliða því að jenið hélt áfram að veikjast.
Að sögn Uchida hafa markaðir verið verulega óstöðugir síðustu daga þrátt fyrir að hlutabréf séu að ná vopnum sínum eftir gengishrunið á mánudaginn.
„Bankinn er að fylgjast með þessari þróun og áhrifum hennar á efnahaginn,“ sagði Uchida.