Hagvöxtur í Venesúela mældist 17,04% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tíma í fyrra samkvæmt seðlabankastjóra landsins. Enn fremur var tilkynnt um 19,07% vöxt á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. Reuters greinir frá.

Landsframleiðsla landsins er á bilinu 50-60 milljarða dollara á síðasta ári. En mikill samdráttur hefur einkennt hagkerfi Venesúela síðan árið 2014 en landið hefur verið að reyna að ná böndum á hárri verðbólgu.

Calixto Ortega, seðlabankastjóri Seðlabanka Venesúela, segir vöxtinn vera hinn mesta í Suður – Ameríku en um er að ræða fyrstu opinberu gögnin um hagvöxt Venesúela síðan á fyrsta ársfjórðungi 2019.