Sigurjón Óskarsson og börnin hans þrjú hans nutu góðs af sölu útgerðarfyrirtæksins Ós og fiskvinnslufyrirtækisins Leo seafood til Vinnslustöðvar Vestmannaeyja í fyrra. Samanlagt námu fjármagnstekjur þeirra tæplega 13,5 milljörðum króna í fyrra og var Sigurjón sjálfur skattakóngur ársins. Önnur útgerðarfjölskylda var í efstu sætunum árið áður, þá frá Grindavík.

Sigurjón Óskarsson og börnin hans þrjú hans nutu góðs af sölu útgerðarfyrirtæksins Ós og fiskvinnslufyrirtækisins Leo seafood til Vinnslustöðvar Vestmannaeyja í fyrra. Samanlagt námu fjármagnstekjur þeirra tæplega 13,5 milljörðum króna í fyrra og var Sigurjón sjálfur skattakóngur ársins. Önnur útgerðarfjölskylda var í efstu sætunum árið áður, þá frá Grindavík.

Tíu einstaklingar voru með meira en milljarð króna í fjármagnstekjur á árinu. Nokkur þeirra tengdust einnig fjölskylduböndum, annars vegar bræðurnir Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir, eigendur Ikea á Íslandi og Eystrasaltsríkjunum, og hins vegar Guðbjörg Astrid og Elías Skúli Skúlabörn, sem seldu hlut í móðurfélagi Airport Associates á árinu. Þá var Davíð Helgason, stofnandi Unity, annað árið í röð meðal tíu tekjuhæstu.

Meðal þeirra tekjuhæstu voru tveir sem létust í fyrra. Annars vegar Sigurbergur Sveinsson, stofnandi Fjarðarkaupa, og hins vegar Magnús R. Jónsson, stofnandi Garra, en sá síðarnefndi var með næst tekjuhæstur allra.

Fjölmargir aðilar á listanum tengjast þá einu og sama félaginu. Þar á meðal er Guðbjörg Matthíasdóttir og börn hennar í Ísfélaginu, sem þynntu hlut sinn við skráningu félagsins á aðalmarkað, verkfræðingahópur sem stofnaði Mannvit, sem COWI tók yfir í fyrra, fyrrum stjórnendur hjá Kletti, sem selt var til SKEL fjárfestingarfélags, og meðeigendur Stálsmiðjunnar – Framtaks, sem seld var til Vélsmiðju Orms og Víglundar.

Samanlagt námu fjármagnstekjur þeirra 150 sem voru tekjuhæstir árið 2023 67 milljörðum króna og er það svipuð upphæð og árið 2022. Alls voru 30 einstaklingar með meira en hálfan milljarð í fjármagnstekjur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast listann yfir 150 fjármagnstekjuhæstu einstaklingana árið 2023 í heild hér.