Kauphöllin opnaði græn í dag en hlutabréf tuttugu af 22 félögum aðalmarkaðarins hafa hækkað í fyrstu viðskiptum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2% það sem af er degi.

Marel leiðir hækkanir en bréf félagsins hafa hækkað um 3,8% í 160 milljóna viðskiptum. Gengi Marels stendur í 466 krónum þegar fréttin er skrifuð.

Þá hafa hlutabréf Skeljar fjárfestingarfélags, Ölgerðarinnar, VÍS, Kviku banka, Haga og Festi einnig hækkað um 2%.

Arion banki og Festi birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung eftir lokun Kauphallarinnar í dag.