Það var tiltölulega rólegt á íslenska hlutabréfamarkaðnum í dag en velta í Kauphöllinni nam einungis 1,7 milljörðum króna. Helmingur félaga á aðalmarkaðnum voru rauð í viðskiptum dagsins.
Mesta veltan, eða um hálfur milljarður, var með hlutabréf Arion banka sem féllu um tæp tvö prósent, sem var jafnframt mesta lækkunin í Kauphöllinni í dag. Gengi Arion stendur nú í 151 krónu og hefur lækkað um 9% á einum mánuði.
Auk Arion þá lækkuðu hlutabréf Sjóvár, VÍS, Haga, Brims og Reita um meira en 1% í viðskiptum dagsins, þó í takmarkaðri veltu.