Úr­vals­vísi­talan OMXI15 lækkaði um 3,94% í við­skiptum dagsins er tollar Trumps lituðu við­skipti um allan heim í dag. Það stefndi allt í hóf­legar lækkanir í ís­lensku kaup­höllinni en þegar opna var fyrir við­skipti vestan­hafs fóru ís­lensk hluta­bréf niður á við.

Úr­vals­vísi­talan lokaði í 2.536,13 stigum og hefur ekki verið lægri síðan í október í fyrra. Vísi­talan hefur nú lækkað um 12,44% það sem af er ári en hækkað um 10% á árs­grund­velli.

Hluta­bréfa­verð ís­lenskra félaga sem eru annaðhvort með starf­semi í Bandaríkjunum eða háð bandarískum markaði með ein­hverjum hætti leiddu lækkanir dagsins.

Hluta­bréf í JBT Marel lækkuðu um tæp 8% og var dagsloka­gengi félagsins 15.300 krónur.

Gengi líftækni­lyfjafélagsins Ocu­lis, sem er tvískráð hér­lendis og í Bandaríkjunum, lækkaði um 6,5% og lokaði í 2.280 krónum á hlut.

Hluta­bréf í Eim­skip lækkuðu um tæp 5% og var dag­loka­gengi gáma­flutningafélagsins 394 krónur á hlut. Gengi flug­félagsins Play fór niður um tæp 5% og lokaði í 0,79 krónum á hlut.

Heildar­velta á markaði nam 3,5 milljörðum króna.