Samkvæmt Financial Times hefur útundanótt fjárfesta (e. Fear of missing out, Fomo) á gullæðinu í ár verið að þrýsta heimsmarkaðsverði á gulli enn hærra samhliða því að seðlabankar heimsins eru að draga úr gullkaupum.
Verð á gulli hefur hækkað um 34% það sem af er ári er fjárfestar hafa verið að sækja meira í verðmæta málma er átök í Miðausturlöndum og í Úkraínu hafa verið að stigmagnast.
Seðlabankar hafa einnig verið að auka fjölbreytni gjaldeyrisforða sinna til að reyna forðast að vera of háðir Bandaríkjadal á meðan Vesturlönd hefja vaxtalækkunarferli. Verð á únsu af gulli fór í 2,788 dali í dag og hefur aldrei verið hærra.
„Fagfjárfestar virðast verða þjást af útundanótta- FOMO- er verðhækkanir á gulli eru sífellt að lenda í fyrirsögnum fjölmiðla,“ segir í ársfjórðungsskýrslu World Gold Council sem FT greinir frá
Þessi ótti hefur valdið því að verðlækkanir hafa verið minni en ella, fjárfestar eru fljótir að ýta á kaup-takkann þegar gullverð tekur minnstu dýfu.
Samkvæmt árshlutauppgjöri Seðlabanka Íslands hefur virði gulleignar bankans hækkað um rúm 27% á árinu.
Gulleign bankans stóð í 17,9 milljörðum króna í árslok 2023 en var bókfærð í 22,8 milljörðum í lok september á þessu ári.