Eftir ára­raðir af krísu og stöðnun stendur ítalski banka­geirinn frammi fyrir einni um­fangs­mestu sam­einingaröldu í sögu sinni. Mörg yfir­töku­til­boð eru í gangi sam­hliða því sem bæði stjórn­völd, fag­fjár­festar og banka­stjórn­endur keppa um áhrif.

Sam­kvæmt Financial Times geta niður­stöðurnar mótað framtíð evrópsks fjár­mála­um­hverfis.

Upp­haf at­burðarásarinnar má rekja til endur­reisnar Monte dei Paschi di Si­ena (MPS), elsta banka heims, sem hafði verið þjóðnýttur árið 2017 eftir ára­tuga tap­rekstur, slæmar fjár­festingar og skuldasöfnun.

Árið 2024 tókst bankanum undir stjórn Luigi Lovaglio að styrkja stöðu sína eftir vel heppnað hluta­fjárút­boð og greiddi bankinn arð í fyrsta sinn í 13 ár í fyrra.

Þetta voru tíma­mót fyrir hægri­stjórn Giorgiu Meloni, sem sá tækifæri til að nota MPS sem burðarás í svo­kölluðu „þriggja banka kerfi“ landsins en MPS er í sam­keppni við Intesa Sanpa­olo og UniCredit.

Í kjölfarið keypti ríkið hlut í Banco BPM en ríkis­stjórn Meloni vill sjá MPS sam­einast Banco BPM. For­stjóri BPM, Giu­seppe Castagna, hafnaði hug­myndinni opin­ber­lega en í kjölfarið hófst fjöldi óvæntra at­burða.

UniCredit gerði yfir­töku­til­boð í BPM, að verðmæti 10 milljarða evra.

MPS svaraði með 13 milljarða evra yfir­töku­til­boði í Medioban­ca, áhrifa­mikinn fjár­festingar­banka sem einnig á stærstan hlut í tryggingarisanum Generali.

Í fram­haldinu til­kynnti Medioban­ca yfir­töku­til­boð í Ban­ca Generali, með því að bjóða Generali sjálfu eigin hlut sinn í staðinn.Þessi keðja yfir­töku­til­boða kom bæði stjórn­málamönnum og fjár­festum í opna skjöldu.

Alber­to Nagel, for­stjóri Medioban­ca, sagði m.a. að yfir­töku­til­boðið frá MPS hafi verið gert með það í huga að valda bankanum tjóni, þar sem verðmatið var fremur lágt og hluta­bréf bankans féllu.

Calta­girone í skugganum

Að sögn FT stendur hinn aldraði auðjöfur, Francesco Gaeta­no Calta­girone, á bak við at­burðarrásina en hann er stór hlut­hafi í bæði Medioban­ca og Generali.

Hann hefur árum saman reynt að taka stjórn á bönkunum tveimur og mistókst nýverið að losa Philippe Donnet úr stöðu for­stjóra Generali.

Að sögn FT sér Calta­girone þessa sam­runa­hreyfingu sem nýja leið að mark­miðum sínum.

„Stund sann­leikans hjá Generali er að renna upp,“ segir Stefa­no Ca­selli, deildar­for­seti við Bocconi-háskóla, við FT.

Sér­fræðingar telja að yfir­taka MPS á Medioban­ca gæti orðið leið hans til að breyta stjórn bankans og í fram­haldinu hafa áhrif á stjórn Generali.

Calta­girone á ásamt fjár­festingarfélaginu Delfin, sem er í eigu Del Vecchio-fjöl­skyldunnar, um 27% í Medioban­ca.

Róm heldur í taumana með gylltri vald­heimild

Ítalska ríkið hefur nýtt sér í auknum mæli svo­kölluð golden power-lög, sem veita ríkinu heimild til að tak­marka eða stöðva sam­runa- og yfir­töku­til­boð sem snerta þjóðar­hags­muni.

Þegar UniCredit gerði til­boð í BPM setti ríkið skil­yrði um að bankinn hætti allri starf­semi í Rúss­landi og héldi áfram að kaupa ítölsk ríkis­skulda­bréf. Inn­grip ríkisins með þessum hætti hefur vakið óhug innan fjár­mála­geirans.

En fjár­málaráðherrann, Gian­car­lo Gior­getti, full­yrðir að ríkis­valdið hafi ekki bein áhrif á til­boð MPS í Medioban­ca en segir það geta flýtt fyrir því að ríkið losi sig úr eig­enda­haldinu í bankanum.

„Ef til­boðið gengur eftir verður eignar­hlutur okkar aðeins 5% – og eftir það gæti komið til að við stígum til hliðar,“ sagði hann við Financial Times.

Sér­fræðingar vara þó við hættunni á að sam­runarnir taki langan tíma og endi með lág­marks­þátt­töku hlut­hafa, sem myndi auka óvissu í kerfinu.

„Slík þróun er það versta sem gæti komið fyrir banka­kerfið,“ sagði Stefa­no Ca­selli, deildar­for­seti Bocconi-háskóla.

Yfir­töku­til­boðin og breytingar á stjórn Medioban­ca og Generali hafa víðtæk áhrif, meðal annars vegna þess að Generali er stærsti kaupandi ítalskra ríkis­skulda­bréfa.

Nýtt eignastýringarfélag sem Generali hyggst stofna með franska bankanum Natixis hefur þegar vakið áhyggjur í Róm, þar sem það gæti dregið úr stuðningi Generali við ríkis­fjár­mál Ítalíu.

Ríkið hefur þó ekki nýtt sér „gyllta valdið“ til að stöðva sam­starfið, en fjár­málaráðherra Ítalíu hefur ekki úti­lokað að grípa enn frekar inn í.