Van­trausts­til­laga á Bjark­eyju Ol­sen Gunnars­dóttur mat­væla­ráð­herra var felld á Al­þingi rétt í þessu.

Jón Gunnars­son var eini stjórnar­þing­maðurinn sem sat hjá í at­kvæða­greiðslu en bæði hann og Óli Björn Gunnars­son hafa verið ó­sáttir með fram­göngu Bjark­eyjar í tengslum við hval­veiðar.

Óli Björn kaus gegn van­trausts­til­lögunni og gerði grein fyrir at­kvæði sínu

„Á mjög fjöl­mennum flokks­ráðs­fundi Sjálf­stæðis­flokksins í ágúst á síðast­liðnu ári viður­kenndi ég það að það hefðu verið mis­tök hjá okkur Sjálf­stæðis­mönnum að sam­þykkja að at­vinnu­vega­ráðu­neyti væri í höndum Vinstri grænna,“ sagði Óli Björn.

„Ég er enn þá þeirrar skoðunar að eftir að hafa setið í þing­sal og hlustað á þann mál­flutning stjórnar­and­stöðunnar og mála­til­búnað, ef mála­til­búnað skyldi kalla, þá get ég aldrei slegist í lið með slíku fólki. Ég mun aldrei vera í liði með þeim sem reyna að fella ríkis­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar. Ég mun þegar ég vakna í fyrra­málið, líta glaður í spegil og nokkuð sáttur við sjálfan mig eftir að hafa sagt nei,“ sagði Óli Björn.

Mið­flokkurinn lagði fram van­trausts­til­löguna á þriðju­daginn en þetta er fjórða van­trausts­til­lagan sem lögð hefur verið fram á vor­þingi, sú þriðja á hendur mat­væla­ráð­herra.