Þann 1. september árið 2000 keypti Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, áfengi á netinu fyrstur Íslendinga er vefverslun ÁTVR var opnuð. Starfsmaður Íslandspósts færði ráðherranum vínið heim að dyrum en bæði ríkisverslunin og fjölmiðlar þess tíma fögnuðu þessari nýjung sem heillaspori, þrátt fyrir yfirlýst markmið ríkisverslunarinnar um að skerða aðgengi í lýðheilsuskyni.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og hefur aukið viðskiptafrelsi hérlendis hrikt í stoðum þeirrar stefnu að ríkisstarfsmenn séu einir til þess bærir að selja vín á veraldarvefnum.
Netverslanir með áfengi eru núna um tíu talsins, sumar eru smáar í sniðum og reknar af einstaklingum eins og Desma eða Ölföngum en aðrar eru á vegum fyrirtækja eins og Sante, Heimkaupa eða Costco.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði