Þann 1. septem­ber árið 2000 keypti Geir H. Haarde, þá­verandi fjár­mála­ráð­herra, á­fengi á netinu fyrstur Ís­lendinga er vef­verslun ÁTVR var opnuð. Starfs­maður Ís­lands­pósts færði ráð­herranum vínið heim að dyrum en bæði ríkis­verslunin og fjöl­miðlar þess tíma fögnuðu þessari nýjung sem heilla­spori, þrátt fyrir yfir­lýst mark­mið ríkis­verslunarinnar um að skerða að­gengi í lýð­heilsu­skyni.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og hefur aukið við­skipta­frelsi hér­lendis hrikt í stoðum þeirrar stefnu að ríkis­starfs­menn séu einir til þess bærir að selja vín á veraldar­vefnum.

Fjármálaráðherra verslar vín á netinu. Úr Morgunblaðinu 2. september 2000.
Fjármálaráðherra verslar vín á netinu. Úr Morgunblaðinu 2. september 2000.

Net­verslanir með á­fengi eru núna um tíu talsins, sumar eru smáar í sniðum og reknar af ein­stak­lingum eins og Desma eða Öl­föngum en aðrar eru á vegum fyrir­tækja eins og Sante, Heim­kaupa eða Costco.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði