Rúmlega 65% þátttakenda í markaðskönnun Viðskiptablaðsins telja að peningastefnunefnd Seðlabankans muni taka ákvörðun um að lækka vexti um 25 punkta á vaxtaákvörðunarfundi bankans þann 21. maí í næstu viku. Tæplega fjórðungur svarenda telur að lækkunin muni nema 50 punktum. Þá sjá um 10% þeirra fram á óbreytta vexti og einn þátttakandi könnunarinnar spáir hækkun vaxta.
Könnunin var send á 220 markaðs- og greiningaraðila og bárust 80 svör sem jafngildir 36% svarhlutfalli.
70% svarenda telja aðhald peningastefnunnar of mikið. Þannig telja 37,5% aðhaldið „aðeins of mikið“, rúmlega fjórðungur telur það „of mikið“ og rúmlega 6% svarenda telja það „allt of mikið“. Rúmlega fjórðungur svarenda telur aðhaldsstigið hæfilegt og tveir þátttakenda könnunarinnar telja það „aðeins of lítið“.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.