Eins og Viðskiptablaðið sagði frá á dögunum hefur fjárfestingarsjóðurinn Transition Global I, sem telur Davíð og Ara Helgasyni sem meðstofnendur, sótt 128 milljónir dala, eða hátt í 18 milljarða króna, í áskriftarloforð frá byrjun árs 2023. Sjóðurinn, sem var formlega kynntur sumarið 2023, fjárfestir í grænum lausnum sem miða að því að snúa við áhrifum mannsins á vistkerfi jarðar.

Í gögnum sem skilað var inn til Verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna (SEC) kemur fram að sjóðurinn hafi þegar safnað 128,1 milljón dala í fjármögnunarlotu þar sem stefnt er að því að sækja allt að 160 milljónir dala. Það er um 25 milljónum dala meira en í síðustu tilkynningu til Verðbréfaeftirlitsins sem skilað var inn í febrúar síðastliðnum.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá á dögunum hefur fjárfestingarsjóðurinn Transition Global I, sem telur Davíð og Ara Helgasyni sem meðstofnendur, sótt 128 milljónir dala, eða hátt í 18 milljarða króna, í áskriftarloforð frá byrjun árs 2023. Sjóðurinn, sem var formlega kynntur sumarið 2023, fjárfestir í grænum lausnum sem miða að því að snúa við áhrifum mannsins á vistkerfi jarðar.

Í gögnum sem skilað var inn til Verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna (SEC) kemur fram að sjóðurinn hafi þegar safnað 128,1 milljón dala í fjármögnunarlotu þar sem stefnt er að því að sækja allt að 160 milljónir dala. Það er um 25 milljónum dala meira en í síðustu tilkynningu til Verðbréfaeftirlitsins sem skilað var inn í febrúar síðastliðnum.

Í viðtali sem birtist fyrr í sumar við Davíð á miðlinum TechCrunch kveðst hann verja mestum sínum tíma í tengslum við Transition. „Það er hálf vandræðalegt hvað það er gaman að fást við að leysa loftslagsvánna,“ segir hann m.a. í viðtalinu.

Í viðtalinu fer Davíð einnig yfir það hvernig það kom til að hann hóf að leiða hugann að loftslagstengdum fjárfestingum. Það eigi rætur sínar að rekja til stofnunar Ingvars, bróður Davíðs, á sprotafélaginu VitroLabs sem ræktar leður á rannsóknarstofum. Davíð kveðst hafa hrifist með og farið að taka þátt í uppbyggingu félagsins. Í kjölfarið hafi hann farið að beina sjónum sínum að loftslagsþenkjandi sprotum.

Davíð endurkjörin í stjórn Unity

Davíð Helgason var endurkjörinn í stjórn Unity til næstu þriggja ára á aðalfundi félagsins sem haldinn var í júní. Davíð er einn af stofnendum félagsins og hefur auðgast vel á uppgangi félagsins. Meðan best lét árið 2021 var eignarhlutur Davíðs í Unity það hátt metinn að hann komst á auðmannalista Forbes viðskiptatímaritsins. Aftur á móti fór hlutabréfagengi Unity að gefa eftir árið 2022 sem varð til þess að Davíð féll af listanum það ár. Davíð var lengi vel forstjóri félagsins en lét af störfum fyrir um áratug og settist þá í stjórn félagsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.