Ár­s­verðbólga á evru­svæðinu hækkaði um 0,3% milli mánaða og mældist 2% í október­mánuði sem er í takti við verðbólgu­mark­mið Evrópska Seðla­bankans.

Kjarna­verðbólga, sem undan­skilur sveiflu­kennda vöru­flokka í mat­væla- og orku­geiranum, mældist 2,7% sem er ofar mark­miðum bankans.

Sam­kvæmt Financial Times eykur þetta líkurnar á fjórðu vaxtalækkun bankans í röð en hag­fræðingar búast við um 25 punkta lækkun í nóvember.

For­svars­menn bankans eru sagðir sann­færðir um að evru­svæðið, sem nær til tuttugu landa, sé að ná tökum á verðbólgunni sem hefur verið til mikilla vand­ræða eftir inn­rás Rúss­lands í Úkraínu snemma árs 2022.

Verðhækkanir á orku í Evrópu hafa verið stór drif­kraftur verðbólgunnar.

Christine Lagar­de, for­seti Evrópska seðla­bankans, segir hins vegar of snemmt að hrósa sigri.

„Ég er ekki að segja ykkur að verðbólgan sé sigruð,“ segir Lagar­de í sam­tali við franska fjölmiðilinn Le Monde í dag.

Evru­svæðið hefur verið að glíma við hægari hag­vöxt en víða annars staðar en aukin efna­hags­leg um­svif á þriðja árs­fjórðungi eru sögð ástæða þess að verðbólga hækkaði ör­lítið milli mánaða.

Þjónustu­verðbólga á árs­grund­velli nam 3,9% og þá var at­vinnu­leysi á evru­svæðinu 6,3% í lok septem­ber­mánaðar.

„Öll gögnin benda til hauka­legrar stefnu,“ segir Tomasz Wi­ela­dek, aðal­hag­fræðingur T Row Price, í bréfi til fjár­festa sem FT greinir frá.