Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til skamms tíma hækkaði verulega í morgun er krafan verðtryggða flokknum RIKS 26, sem er með gjalddaga í byrjun febrúar 2026, fór úr 5,32% í 4,64%.
Krafan hefur lækkað um 68 punkta þegar þetta er skrifað og hefur því verðið á bréfunum hækkað um eitt prósent.
Á meðan hefur krafan á óverðtryggðu ríkisbréfunum RIKB 26 lækkað um 9 punkta er því verðbólguálag að aukast.
Skuldabréfafjárfestar hafa á síðustu mánuðum verið að losa sig við bréfin þar sem útlit var fyrir að verðbætur yrðu prósentustigi minni en nú þegar óvissu um þetta hefur verið aflétt lækkar krafan um tæpa 70 punkta.
Hagfræðingar höfðu reiknað með að verðbólga á ársgrundvelli myndi hækka minna en sem nemur 1,2% vegna upptöku kílómetragjalds og afnáms olíugjalda í janúar.
Var því verið að gera um 1% hærri kröfu á stutta verðtryggða bréfið til að fá það tjón bætt en annars hefði borgað sig betur að vera í óverðtryggðum ríkisbréfum.
Hagstofa Íslands greindi frá því í morgun stofnunin líti á kílómetragjaldið sem veggjöld og verður það því tekið með í vísitölu neysluverðs.
Hagfræðingar hjá greiningardeildum bankanna höfðu spáð því verðbólga á ársgrundvelli myndi hjaðna um 1,2% í janúarmánuði yrði gjaldið ekki tekið með inn í mælinguna vegna afnáms olíugjalda.
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands, var þó búinn að segja að gjaldið myndi ekki hafa tiltölulega mikil áhrif á verðbólgumælinguna þar sem afnám olíugjaldsins vegi á móti.
Greiningardeildir bankanna höfðu spáð því að verðbólga yrði í kringum 3% í janúar yrði gjaldið ekki tekið inn.
Landsbankinn spáir 4,2% verðbólgu og Íslandsbanki 5,0% verðbólgu í janúar með gjaldið inni í mælingum.