Sam­kvæmt peninga­málum Seðla­banka Ís­lands hafa verð­bólgu­horfur lítið breyst frá því í maí­mánuði.

Nokkuð dró úr verð­bólgu á fyrri hluta þessa árs og mældist hún 6% að meðal­tali á öðrum fjórðungi ársins eins og spáð var í maí eða tæp­lega 2 prósentum minni en hún var að meðal­tali á fjórða árs­fjórðungi í fyrra.

Verð­bólgan jókst hins vegar á ný í júlí í 6,3%. Verð­bólga án hús­næðis jókst einnig og mældist 4,2% og undir­liggjandi verð­bólga jókst í 5,3%.

Sam­kvæmt peninga­málum Seðla­banka Ís­lands hafa verð­bólgu­horfur lítið breyst frá því í maí­mánuði.

Nokkuð dró úr verð­bólgu á fyrri hluta þessa árs og mældist hún 6% að meðal­tali á öðrum fjórðungi ársins eins og spáð var í maí eða tæp­lega 2 prósentum minni en hún var að meðal­tali á fjórða árs­fjórðungi í fyrra.

Verð­bólgan jókst hins vegar á ný í júlí í 6,3%. Verð­bólga án hús­næðis jókst einnig og mældist 4,2% og undir­liggjandi verð­bólga jókst í 5,3%.

„Aukning verð­bólgunnar virðist því vera á til­tölu­lega breiðum grunni og fáar vís­bendingar um lækkun verð­bólgu­væntinga er að finna enn sem komið er. Verð­bólgu­horfur breytast hins vegar lítið frá því í maí. Lakari upp­hafs­staða skýrir heldur meiri verð­bólgu en spáð var í maí fram á fyrri hluta næsta árs en frá þeim tíma er gert ráð fyrir að verð­bólga hjaðni í takt við maí­spána og verði komin í mark­mið á seinni hluta árs 2026,“ segir í Peninga­málum.

Verð­bólga hefur reynst þrá­lát og enn virðist vera nokkur verð­bólgu­þrýstingur til staðar. Gert er ráð fyrir að árs­verð­bólga verði 6,3% á þriðja árs­fjórðungi og að hún minnki í 5,8% á síðasta fjórðungi ársins.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í morgun.

„Þetta er heldur meira en búist var við í maí sem skýrist af lakari upp­hafs­stöðu en verð­bólgu­horfur hafa í raun lítið breyst frá því sem áður var talið. Spennan í þjóðar­bú­skapnum er talin vera lítil­lega minni en að hún snúist í slaka á næsta ári eins og áður var talið. Enn fremur er út­lit fyrir að launa­kostnaður aukist heldur minna á þessu og næsta ári en áður var búist við. Á móti vegur að verð­bólgu­væntingar hafa lítið breyst og kjöl­festa þeirra við mark­mið hefur laskast,“ segir í Peninga­málum.