Breytingar á verð­tryggðum út­lána­vöxtum Arion banka taka gildi í dag sam­kvæmt til­kynningu frá bankanum.

Verð­tryggðir breyti­legir í­búða­lána­vextir hækka um 0,60 prósentu­stig og verða 4,64%.

Verð­tryggðir fastir í­búða­lána­vextir hækka um 0,50 prósentu­stig og verða 4,74%.

Þá hækka verð­tryggðir breyti­legir kjör­vextir um 0,75 prósentu­stig og verða 6,2%.

Sam­kvæmt til­kynningu frá bankanum koma breytingar meðal annars til vegna hækkunar á á­vöxtunar­kröfu verð­tryggðrar fjár­mögnunar bankans en vaxta­breytingar út­lána taka mið af fjár­mögnunar­kostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, m.a. út­lána­á­hættu.

Fjár­mögnunar­kostnaður bankans fylgir að hluta til stýri­vöxtum Seðla­bankans en einnig hafa aðrar fjár­mögnunar­leiðir um­tals­verð á­hrif, svo sem inn­lán við­skipta­vina, markaðs­fjár­mögnun, er­lend skulda­bréfa­út­gáfa og eigin­fjár­gerningar.