Mikill áhugi hefur jafnan verið á sýningunni Verk og vit, bæði meðal fagaðila og almennings, og hefur hún fest sig í sessi sem lykilviðburður og einskonar uppskeruhátíð í byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð á Íslandi.
Markmið sýningarinnar eru annars vegar að auka tengslamyndun og styrkja viðskiptasambönd milli fagaðila og hins vegar að auka vitund almennings um starfsemi atvinnugreinanna sem að sýningunni koma, meðal annars hvað varðar vitund um gæða- og menntamál. Almenn sala sýningarsvæðis hefst um miðjan maí.
Sýnendur á Verk og vit 2022 voru m.a. byggingaverktakar, verkfræðistofur, tækjaleigur, hugbúnaðarfyrirtæki, framleiðendur, menntastofnanir, fjármálafyrirtæki, ráðgjafafyrirtæki og sveitarfélög.
Í viðhorfskönnun sem Zenter gerði meðal sýnenda sögðust um 92% hafa verið ánægðir með sýninguna og 94% sögðust hafa náð markmiðum sínum vel eða mjög vel. Það kemur því ekki á óvart að nær allir sýnendur töldu vera grundvöll fyrir því að halda Verk og vit aftur.
AP almannatengsl er framkvæmdaraðili sýningarinnar en samstarfsaðilar eru; Mennta- og barnamálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Byko og Landsbankinn.
Nánari upplýsingar www.verkogvit.is