ALP hf., félag sem rekur bílaleigur undir merkjum Avis og Budget, hagnaðist um 93 milljónir króna í fyrra en árið áður nam hagnaður bílaleigunnar rúmlega 1,2 milljörðum.

ALP hf., félag sem rekur bílaleigur undir merkjum Avis og Budget, hagnaðist um 93 milljónir króna í fyrra en árið áður nam hagnaður bílaleigunnar rúmlega 1,2 milljörðum.

Rekstrartekjur námu 5,8 milljörðum og stóðu nánast í stað á milli ára. Rekstrargjöld jukust um rúmlega 1,1 milljarð á milli ára og munaði þar mest um að kostnaðarliðurinn rekstur bíla tæplega tvöfaldaðist, úr 939 milljónum 2022 í tæplega 1,8 milljarða 2023.

Eignir námu 9,7 milljörðum í lok síðasta árs, skuldir 8 milljörðum og eigið fé 1,6 milljörðum. Bókfært verð bifreiða félagsins í árslok 2023 var 7,1 millarðar en áætlað endursöluverð bifreiðanna á sama tíma nam 9,200 milljöðrum króna samkvæmt mati stjórnenda.

Ljúfur ehf. á 54% hlut í ALP en Hjálmar Þröstur Pétursson á 67% hlut í umræddu félagi og Þorsteinn H. Þorgeirsson 33% hlut. Eftirstandandi 46% hlutur er í eigu RAC Iceland, sem er í eigu norsks félags.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.