Viðreisn mælist með 19,4% í nýrri könnun Maskínu, sem er 3 prósentustigum hærra en í könnun Maskínu frá því í lok október. Ekki er marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar.
Samfylkingin og Miðflokkurinn tapa um einu prósentustigi hvor. Samfylkingin mælist með 20,9% og Miðflokkurinn með 14,9%.
Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar á eftir með 13,3%, Flokkur Fólksins mælist með 8,9% og Framsóknarflokkurinn með 7,5%.
Píratar mælast áfram utan þings en flokkurinn er með 4,9% fylki samkvæmt könnunni. Þá fær Sósíalistaflokkurinn 4,5% og VG 3,2%.
Miðað við þingstyrk á landsvísu myndu þingsæti skiptast á eftirfarandi hátt: Samfylkingin 16 þingsæti, Viðreisn 15, Miðflokkurinn 11, Sjálfstæðisflokkurinn 10, Flokkur fólksins 6 og Framsóknarflokkurinn 5.
Könnunin fór fram dagana 1. til 6. nóvember 2024 og voru 1.407 svarendur sem tóku afstöðu til flokks