Á borg­ar­a­fundi í Vest­manna­eyj­um á miðviku­dag, þar sem odd­vit­ar allra fram­boða í Suður­kjör­dæmi sátu fyr­ir svör­um,var spurt um hver væri ófrávíkjanleg krafa hvers flokks fyrir ríkisstjórnarsamstarfi.

Guðbrandur Ein­ars­son, þingmaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, sagði að kosning um aðildarviðræður að Evrópusambandinu væri ófrá­víkj­an­legt skil­yrði Viðreisn­ar fyr­ir rík­is­stjórna­sam­starfi.

Lítið hefur verið fjallað um aðild Ísland að Evrópusambandinu fyrir þessar kosningar.

Viðreisn hefur haft aðild að bandalaginu á stefnuskrá sinni frá stofnun. Í stefnuskrá flokksins sem meðal annars þetta:

Ísland á að auka enn frekar þátttöku sína í Evrópusamstarfinu og gerast fullgildur aðili að Evrópusambandinu.

Á þeim forsendum leggur Viðreisn áherslu á að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið að undangengnu samþykki þjóðarinnar í almennri atkvæðagreiðslu. Það þýðir að haldin verði fyrst þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna og síðar um samningsdrög, þegar þau liggja fyrir.