Á borgarafundi í Vestmannaeyjum á miðvikudag, þar sem oddvitar allra framboða í Suðurkjördæmi sátu fyrir svörum,var spurt um hver væri ófrávíkjanleg krafa hvers flokks fyrir ríkisstjórnarsamstarfi.
Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, sagði að kosning um aðildarviðræður að Evrópusambandinu væri ófrávíkjanlegt skilyrði Viðreisnar fyrir ríkisstjórnasamstarfi.
Lítið hefur verið fjallað um aðild Ísland að Evrópusambandinu fyrir þessar kosningar.
Viðreisn hefur haft aðild að bandalaginu á stefnuskrá sinni frá stofnun. Í stefnuskrá flokksins sem meðal annars þetta:
Ísland á að auka enn frekar þátttöku sína í Evrópusamstarfinu og gerast fullgildur aðili að Evrópusambandinu.
Á þeim forsendum leggur Viðreisn áherslu á að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið að undangengnu samþykki þjóðarinnar í almennri atkvæðagreiðslu. Það þýðir að haldin verði fyrst þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna og síðar um samningsdrög, þegar þau liggja fyrir.