Seðlabanki Íslands hefur birt leiðréttar tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á öðrum ársfjórðungi. Samkvæmt nýjum tölum er halli á viðskiptajöfnuði 13,4 milljörðum króna meiri en bankinn hafði tilkynnt um fyrir viku síðan.

Seðlabanki Íslands hefur birt leiðréttar tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á öðrum ársfjórðungi. Samkvæmt nýjum tölum er halli á viðskiptajöfnuði 13,4 milljörðum króna meiri en bankinn hafði tilkynnt um fyrir viku síðan.

Samkvæmt leiðréttum tölum nam halli á viðskiptajöfnuði 43,9 milljörðum króna en ekki 30,5 milljörðum líkt og kom fram í tilkynningu sem bankinn birti 3. september sl.

Leiðréttingin varðar frumþáttatekjur af beinni fjárfestingu á öðrum ársfjórðungi.

Í tilkynningu Seðlabankans segir að leiðréttingin hafi einnig áhrif á erlenda stöðu þjóðarbúsins. Töluverð breyting hafi orðið á eignum þjóðarbúsins sem lækka um 76,4 milljarða króna en skuldir lækka um álíka upphæð eða 74,9 milljarða. Nettó áhrif nema því 1,4 milljörðum króna og er erlend staða þjóðarbúsins nú 1.703,9 milljarðar eða 38,8% af VLF.