Arion banki birti árs­hluta­upp­gjör fyrsta árs­fjórðungs í lok apríl þar sem fram kom að af­koma bankans væri undir mark­miðum stjórnar en bankinn hagnaðist um 4,4 milljarða króna á fyrsta árs­fjórðungi 2024 saman­borið við 6,3 milljarða hagnað á sama tíma­bili í fyrra.

Hluta­bréfa­verð Arion banka lækkaði í kjöl­farið og fór gengið niður um 11% frá birtingu upp­gjörs fram til loka júní­mánaðar.

Arion banki birti árs­hluta­upp­gjör fyrsta árs­fjórðungs í lok apríl þar sem fram kom að af­koma bankans væri undir mark­miðum stjórnar en bankinn hagnaðist um 4,4 milljarða króna á fyrsta árs­fjórðungi 2024 saman­borið við 6,3 milljarða hagnað á sama tíma­bili í fyrra.

Hluta­bréfa­verð Arion banka lækkaði í kjöl­farið og fór gengið niður um 11% frá birtingu upp­gjörs fram til loka júní­mánaðar.

Bene­dikt Gísla­son banka­stjóri Arion banka sagði í upp­gjörinu að lægri af­koma á fjórðungnum skýrðist fyrst og fremst af lægri þóknana­tekjum og háu skatt­hlut­falli þar sem tap vegna hluta­bréfa sem haldið er gegn fram­virkum samningum leiddi til 38% skatt­hlut­falls á fjórðungnum.

Hluta­bréfa­verð Arion banka hefur þó tekið við sér á ný í þessum mánuði og hefur gengið hækkað um rúm 6% frá því á mánu­daginn.

Dagsloka­gengi Arion banka síðast­liðinn föstu­dag var 126,5 krónur og stendur gengið í 134,5 krónum þegar þetta er skrifað.

Arion Banki birtir árs­hluta­upp­gjör fyrir annan árs­fjórðung 26. júlí næst­komandi.