Gengi líftækni­lyfjafélagsins Ocu­lis hefur tekið við sér í vikunni en gengi félagsisn hafði lækkað um tæp 18% í mánuðinum. Gengi Ocu­lis var 2460 krónur á hlut í byrjun mánaðar og fór niður í 2020 krónur síðastliðinn föstu­dag.

Hlutabréfaverð félagsins hækkaði um tæp 2% í 119 milljón króna viðskiptum.

Dagsloka­gengi Ocu­lis var 2080 og hefur gengið því hækkað um rúm 3% í vikunni.

Hluta­bréfa­verð Reita hækkaði um tæp 2% í tæp­lega 300 milljón króna veltu í dag en gengi fast­eignafélagsins hefur nú hækkað um 12% síðastliðinn mánuð.

Alvotech leiddi hækkanir á aðalmarkaði í dag er gengi líftæknilyfjafélagsins fór upp um tæp 3% í 270 milljón króna viðskiptum. Dagslokagengi Alvotech var 1.655 krónur.

Mesta veltan var með bréf Kviku banka en gengi bankans hækkaði um tæp 2% í milljarðs króna við­skiptum. Hluta­bréfa­verð Kviku banka hefur hækkað um 9% síðastliðinn mánuð.

Hluta­bréfa­verð Icelandair leiddi lækkanir á aðal­markaði er gengi flug­félagsins fór niður um rúm 2% í ör­við­skiptum.

Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hækkaði um 0,72% og var heildar­velta í kaup­höllinni 4,5 milljarðar.