Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í morgun er markaðir víðs vegar um Evrópu opnuðu.
Brent-hráolía, sem er meðal annars notuð í eldsneyti, féll um 1,9% og fór undir 80 dali á tunnu.
Um er að ræða viðsnúning á þróun olíuverðs en Brent-hráolía byrjaði vikuna á hækkunum eftir um 9% hækkun í síðustu viku.
Olíuverð hefur verið á miklu flugi í októbermánuði, sér í lagi vegna stigvaxandi átaka í Miðausturlöndum.
Samkvæmt greiningaraðilum sem WSJ ræddi við eru áhrifin vegna átaka við botn Miðjarðarhafs aðeins að dragast saman.
Olíuverð fór á flug í síðustu viku er Íran varpaði sprengjum á Ísrael. Í kjölfarið lækkuðu íslensku flugfélögin í Kauphöllinni en Brent-hráolía er meðal annars notuð í eldsneyti.
Hlutabréfaverð Play leiddi þó hækkanir á aðalmarkaði í gær samhliða því að gengi Icelandair tók vænan kipp.