Tekjur Háskóla Íslands námu 36.919 milljörðum króna árið 2024 og jukust um 5% milli ára en þar af námu fjárveitingar ríkissjóðs 24.365 milljónum. Á sama tíma námu gjöld 37.098 milljónum króna og jukust um 3,8% milli ára.

Í ársreikningi kemur fram að afkoma af reglulegri starfsemi hafi verið neikvæð um 179 milljónir króna árið 2024, samanborið við 522 milljóna króna neikvæða afkomu árið 2023.

Fjármagnstekjur umfram fjármagnsgjöld námu þó 463 milljónum króna en árið áður námu fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur 502 milljónum króna. Þar af var gengishagnaður upp á 382 milljónir króna í fyrra en árið áður nam gengistap 450 milljónum króna. Þá var afkoma af rekstri dóttur- og hlutdeildarfélaga jákvæð um 528 milljónir króna, samanborið við 357 milljónir króna árið 2023.

Háskóli Íslands skilaði því 812 milljóna króna jákvæðri afkomu árið 2024, samanborið við 645 milljóna króna halla árið 2023.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.