Myllan-ORA hagnaðist um 430 milljónir króna á síðasta ári en árið á undan var tap á rekstrinum upp á 431 milljón.
Í skýrslu stjórnar segir að félagið hafi undanfarin ár náð árangri í lækka kostnað og auka tekjur eins og afkomubatinn beri með sér. Félagið hafi nú flutt megin part af sinni starfsemi upp á Korputorg sem geri félagið betur í stakk búið til að vaxa. Framkvæmdastjóri Myllunnar-ORA er Hermann Stefánsson en félagið var áður hluti af ÍSAM.
Myllan-ORA er í eigu Guðbjargar M. Matthíasdóttur í gegnum félagið Kristinn ehf.
Lykiltölur / Myllan-ORA
2020 | |||||||
9.885 | |||||||
7.576 | |||||||
356 | |||||||
-431 |
Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.