Iceland Sea­food International skilaði hagnaði á fyrsta fjórðungi ársins 2024 eftir um 2,2 milljóna evru tap á sama tíma­bili í fyrra.

Mun þetta því vera annar fjórðungurinn í röð sem ISI skilar hagnaði eftir um 3 milljarða króna tap á fyrstu níu mánuðum síðasta árs.

Sam­stæðan skilaði 60 milljóna króna hagnaði á fjórða árs­fjórðungi í fyrra og fylgdi því eftir með um 15 milljón króna hagnaði á fyrsta fjórðungi í ár.

Iceland Sea­food International skilaði hagnaði á fyrsta fjórðungi ársins 2024 eftir um 2,2 milljóna evru tap á sama tíma­bili í fyrra.

Mun þetta því vera annar fjórðungurinn í röð sem ISI skilar hagnaði eftir um 3 milljarða króna tap á fyrstu níu mánuðum síðasta árs.

Sam­stæðan skilaði 60 milljóna króna hagnaði á fjórða árs­fjórðungi í fyrra og fylgdi því eftir með um 15 milljón króna hagnaði á fyrsta fjórðungi í ár.

Sölu­tekjur ISI drógust þó saman milli ára og námu 113,8 milljónum evra á fyrstu mánuðum ársins sem sam­svarar um 17,1 milljarði á gengi dagsins. Mun það vera um 8% sam­dráttur miðað við sama tíma­bil í fyrra.

Hagnaður fyrir skatta og fjár­magns­liði var 1,9 milljónir evra eða um 285 milljónir króna á gengi dagsins sem er hækkun úr 900 þúsund evrum árið áður.

Ægir Páll Frið­berts­son, for­stjóri ISI, segir í árs­hluta­upp­gjörinu á fyrsta fjórðungi að markaðs­að­stæður séu að vænkast og það séu já­kvæð teikn á lofti fyrir árið.

Verð á laxi var þó enn hátt sem hafði nei­kvæð á­hrif á af­komuna líkt og síðustu tvö ár en vonir standa til að verð á laxi muni lækka á þriðja árs­fjórðungi.

Tap­rekstur fé­lagsins í fyrra mátti að mestu leyti rekja til breska fé­lagsins Iceland Sea­food UK, sem sam­stæðan seldi í septem­ber síðast­liðnum.

Mikill tap­rekstur hjá breska fé­laginu hafði reynst sam­stæðu ISI mjög erfitt fyrir. Um sama leyti og verið var að ganga frá sölunni á dóttur­fé­laginu var til­kynnt um að Bjarni Ár­manns­son myndi láta af störfum sem for­stjóri ISI og að hann hefði selt 10,8% eignar­hlut sinn til Brims á 1,7 milljarða. Ægir Páll Frið­berts­son tók við sem for­stjóri sam­stæðunnar.

Um miðjan desember síðast­liðinn lauk ISI tæp­lega eins milljarðs króna hluta­fjár­aukningu til að styrkja fjár­hags­stöðu fé­lagsins eftir tap­rekstur síðustu tveggja ára.