Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) beina sjónum0 sínum að framleiðni íslenska hagkerfisins í nýbirtum úttektum sínum um stöðu mála hér á landi.
Sérfræðingar beggja stofnana lýsa yfir áhyggjum af þróun framleiðni í hagkerfinu og benda á hún muni að óbreyttu grafa undan lífskjörum hér á landi.
OECD fjallar ítarlega um stöðu menntakerfisins hér á landi og áhrif hennar á efnahagslega þætti á borð við framleiðni í skýrslu sinni.
Segir í skýrslunni að niðurstöður PISA-könnunarinnar á undanförnum árum ættu að hringja viðvörunarbjöllum hjá íslenskum stjórnvöldum og segir meðal annars að þróunin í menntakerfinu muni leiða til þess að framleiðni hér á landi muni dragast saman um fimm prósent.
Þá leggur OECD einnig mikla áherslu á að raforkuframleiðsla verði aukin hér á landi til þess að styðja við áframhaldandi lífskjarasókn, verðmætasköpun og framleiðni.
Eins og fram kemur í skýrslum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Efnahags- og framfarastofnunarinnar er framleiðni í sjávarútvegi mikil hér á landi. Sjávarútvegur dregur vagninn ásamt fjármálaþjónustu og tæknigeiranum þegar kemur að framleiðni. Reyndar er framleiðni í sjávarútveginum og tæknigeiranum samofin enda hafa báðir geirar þrifist af framþróun hvor annars.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.