Viðgerðarskipið CS Pacific Guardian kom á bilunarstað CANTAT-3 sæstrengsins mánudaginn 15.janúar síðastliðin. Samkvæmt fréttatilkynningu hefur veður og sjólag á svæðinu verið mjög slæmt og því hefur ekki gefist tækifæri til að hefja viðgerð á strengnum.
Vegna veðurútlits hafa rekstraraðilar strengsins því ákveðið að fresta viðgerð að sinni og er viðgerðarskipið á leið til heimahafnar á Bermuda.
Með tilliti til þessa var strengurinn gangsettur að nýju til Evrópu síðdegis 18. janúar s.l. og er vonast til að fjarskiptaumferð í þá átt verði með eðlilegum hætti þar til tækifæri gefst til viðgerðar.
Vegna veðurútlits hafa rekstraraðilar strengsins því ákveðið að fresta viðgerð að sinni og er viðgerðarskipið á leið til heimahafnar á Bermuda.
Með tilliti til þessa var strengurinn gangsettur að nýju til Evrópu síðdegis 18. janúar s.l. og er vonast til að fjarskiptaumferð í þá átt verði með eðlilegum hætti þar til tækifæri gefst til viðgerðar.