Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að skólar innan sambandsins skuli einungis bjóða upp á ávexti, grænmeti og mjólk sem framleidd er í Evrópu. Á vef FT segir að ESB muni fjármagna 220 milljónir evra á ári í verkefnið.
Ákvæðið ber heitið Made in Europe og endurspeglar áherslur framkvæmdastjórnarinnar um forgangsröðun innlendra vara hjá evrópskum stofnunum og fyrirtækjum.
Tillagan kemur einnig í kjölfar víðtækra breytinga á fjármögnun landbúnaðar í tengslum við fjárlög sem kynnt verða í dag. ESB hefur þá innleitt þetta ákvæði, sem er að mestu leyti afleiðing af átaki sem Frakkar leiddu, sem setur markmið fyrir innlenda vöruframleiðslu.
Evrópusambandið flytur út mikið magn mjólkurafurða en flytur þó inn tvöfalt meira af ávöxtum og grænmeti, frá löndum eins og Bandaríkjunum, Marokkó og Tyrklandi, miðað við eigin útflutning.
Einn talsmaður ESB segir að áhersla verði einnig lögð á að styðja við minni framleiðendur og landbúnaðarsvæði sem liggja nær þeim skólum sem taka við vörunum. „Það er gott fyrir börn að vita að sjá epli og vita að það kom frá tré sem er í aðeins 5 km fjarlægð.“