Stefnumótaforritið Smitten hefur kynnt nýja viðbót sem ber heitið Duo en þar geta notendur parað sig saman við vini og stofnað svokallaðan sameiginlegan Duo-prófíl.

Íslendingar verða þeir fyrstu til prufa þennan nýja eiginleika en á næstu dögum verður Duo einnig aðgengilegur fyrir notendur í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

Stefnumótaforritið Smitten hefur kynnt nýja viðbót sem ber heitið Duo en þar geta notendur parað sig saman við vini og stofnað svokallaðan sameiginlegan Duo-prófíl.

Íslendingar verða þeir fyrstu til prufa þennan nýja eiginleika en á næstu dögum verður Duo einnig aðgengilegur fyrir notendur í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

„Hvort sem það er djammið, bíó eða fjallganga, þá er lífið yfirleitt skemmtilegra með vin sér við hlið. Það getur verið einmanalegt að vera einn á stefnumótaforriti en með þessari nýju viðbót Smitten er upplifunin félagsleg og skemmtileg,“ segir í tilkynningu.

Að sögn fyrirtækisins er helsta markmið Duo að efla félagsleg tengsl og draga úr einmanaleika yngri kynslóða. Nýlegar rannsóknir sýna að ungt fólk á aldrinum 16-24 ára upplifir einmanaleika meira en nokkur annar aldurshópur en 73% af Z-kynslóðinni segjast vera stundum eða alltaf ein.

„Okkar stefna hefur alltaf verið að búa til skemmtilegasta stefnumótaappið fyrir einhleypa um allan heim. Með Duo viljum við tvöfalda skemmtunina með því að gera notendum kleift að hafa bestu vini sína með í upplifuninni,“ segir Davíð Símonarson, forstjóri Smitten.