Talið er að miklar launahækkanir og minna atvinnuleysi muni meðal annars ýta undir hækkun stýrivaxta en samkvæmt nýjustu tölum bresku Hagstofunnar (ONS) hækkuðu laun um 7,2% frá febrúar til apríl samanborið við 6,8% frá janúar til mars. Fyrir utan tímabil í heimsfaraldrinum hefur hækkunin aldrei verið meiri. Þá dró úr atvinnuleysi en það mældist 3,8% á tímabilinu.
Tölurnar eru á skjön við væntingar markaðsaðila, sem bjuggust við að laun myndu aðeins hækka um 6,9% og atvinnuleysi aukast í 4%. Vinnumarkaðurinn virðist því ekki vera að kólna, samhliða því að verðbólgan hefur hjaðnað hægar en við var búist. Frekari vaxtahækkanir eru því taldar óumflýjanlegar.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði